Fréttir

Um­boðs­maður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé graf­alvar­leg

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum vi áfram um málefni Stuðla en eins og greint var frá í gær sætir starfsmaður meðferðarheimilsins rannsóknar. 

Hann er sakaður um að hafa beitt barn á heimilinu ofbeldi og er málið nú í rannsókn hjá lögreglunni. 

Þá ræðum við við sérfræðing í Evrópurétti sem segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípi til verndarráðstafana þá gildi þær um alla er standi utan bandalagsins, ekki bara suma.

Að auki fjöllum við um þau tímamót sem urðu á Alþingi í gær þegar gæludýrahald í fjölbýlishúsum heimilað án samþykkis annarra í húsfélaginu.

Í sportpakka dagsins er það svo landsleikurinn í fótbolta sem verður í forgrunni, en hann hefst síðdegis í dag í Azerbaíjan.

Klippa: Hádegisfréttir 13. nóvember



Fleiri fréttir

Sjá meira


×