Dómskerfi án opinbers eftirlits eykur hættu á samtryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:57 Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar. Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira