Dómskerfi án opinbers eftirlits eykur hættu á samtryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:57 Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar. Alþingi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar.
Alþingi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira