Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 10:09 Paolo Macchiarini hóf störf á Karolinska sjúkrahúsinu árið 2010. Vísir/AFP Starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn um mál Macchiarini en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar í dag. Í skýrslunni segir að Macciarini hafi sýnt fram á ónæga þekkingu á og virðingu fyrir regluverki. Þá hafi hann ekki tryggt öryggi sjúklinga og ekki hafi verið gerðar nægilegar rannsóknir á dýrum áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Aldrei hefði átt að ráða Macchiarini.Í frétt SVT kemur fram að Macchiarini hafi hafið störf á Karolinska árið 2010 og á árunum 2011 til 2012 framkvæmt hann þrjár plastbarkaígræðslur. Tveir sjúklinganna eru nú látnir, en einn liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Árið 2014 bárust þrjár tilkynningar frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem Macchiarini var sakaður að hafa falsað niðurstöður rannsókna.Sjá einnig: Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Í skýrslunni segir jafnframt að starfsfólk sjúkrahússins hafi margt orðið fyrir skaða vegna framgöngu Macchiarini. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmd aðgerðanna, en að forsvarsmenn skurðstofanna þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar hafi einnig átt að tryggja öryggi sjúklinganna.Kom frá ÍslandiFyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir plastbarkaíbræðslu hjá Macchiarini var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var sendur frá Íslandi. Hann lést árið 2014. Beyene var með krabbamein í hálsi og var sendur til Stokkhólms þar sem honum var boðið að gangast undir ígræðslu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, og hefur áður sagst hafa talið aðgerðina framkvæmda í góðri trú. Læknarnir Tómas og Óskar Einarsson voru meðhöfundar að grein Macchiarini í læknatímaritinu The Lancet þar sem kom fram að aðgerðin hefði heppnast vel og að plastbarkaígræðslan hafi gefið góða raun. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska þegar aðgerðirnar voru framkvæmdar. Kjell Asplund framkvæmdi rannsóknina og ræddi meðal annars við Birgi Jakobsson, Tómas Guðbjartsson og Helgi Guðbergsson, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.Sjá má skýrsluna í heild sinni hér. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn um mál Macchiarini en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar í dag. Í skýrslunni segir að Macciarini hafi sýnt fram á ónæga þekkingu á og virðingu fyrir regluverki. Þá hafi hann ekki tryggt öryggi sjúklinga og ekki hafi verið gerðar nægilegar rannsóknir á dýrum áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Aldrei hefði átt að ráða Macchiarini.Í frétt SVT kemur fram að Macchiarini hafi hafið störf á Karolinska árið 2010 og á árunum 2011 til 2012 framkvæmt hann þrjár plastbarkaígræðslur. Tveir sjúklinganna eru nú látnir, en einn liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Árið 2014 bárust þrjár tilkynningar frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem Macchiarini var sakaður að hafa falsað niðurstöður rannsókna.Sjá einnig: Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Í skýrslunni segir jafnframt að starfsfólk sjúkrahússins hafi margt orðið fyrir skaða vegna framgöngu Macchiarini. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmd aðgerðanna, en að forsvarsmenn skurðstofanna þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar hafi einnig átt að tryggja öryggi sjúklinganna.Kom frá ÍslandiFyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir plastbarkaíbræðslu hjá Macchiarini var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var sendur frá Íslandi. Hann lést árið 2014. Beyene var með krabbamein í hálsi og var sendur til Stokkhólms þar sem honum var boðið að gangast undir ígræðslu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, og hefur áður sagst hafa talið aðgerðina framkvæmda í góðri trú. Læknarnir Tómas og Óskar Einarsson voru meðhöfundar að grein Macchiarini í læknatímaritinu The Lancet þar sem kom fram að aðgerðin hefði heppnast vel og að plastbarkaígræðslan hafi gefið góða raun. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska þegar aðgerðirnar voru framkvæmdar. Kjell Asplund framkvæmdi rannsóknina og ræddi meðal annars við Birgi Jakobsson, Tómas Guðbjartsson og Helgi Guðbergsson, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.Sjá má skýrsluna í heild sinni hér.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07