Umræðufundur um loftslagsmál Ingrid Kuhlman skrifar 29. ágúst 2016 11:39 Dagana 1.-2. september verður haldinn Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur fólksins á Íslandi var haldinn í fyrsta skipti 11.-13. júní 2015. París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ísland standi við loforðið frá Parísarsamkomulaginu um að gera það sem þarf til að tryggja að hitastig á jörðinni hækki ekki meira en sem nemur 1,5°, verður með umræðufund 2. september kl. 15.30. Á fundinum verður farið lauslega yfir stöðu loftslagsmála á Íslandi og hvað þurfi að gerast til að árangur náist. Í lok fundarins er ætlunin að fulltrúar stjórnmálaflokkanna segi fra því sem þeir telja brýnt að gera. Vinstri grænir, Björt framtíð, Viðreisn og Alþýðufylkingin hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Loftslagsmálin eru yfir allar línur stjórmálaflokkanna. Í dag er enginn flokkur með alvöru stefnu í loftslagsmálunum og svo sannarlega kominn tími á aðgerðir. Það er mikið í húfi og við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Hér eru nokkrar hugmyndir að aðgerðum: Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. Tryggja ívilnanir til 2025 fyrir kaupum á farartækjum sem nota vistvænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Setja í forgang að hraða allri innviðauppbyggingu sem ýtir undir þróun yfir í vistvænt eldsneyti. Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. Ráðherrar sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og ýta undir það á allan mögulegan hátt og tryggja góðar almenningssamgöngur. Endurheimta votlendi innan þriggja ára i samstarfi við bændur. Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum. Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist í loftslagsmálum. Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan. Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags. Ég vona að áhugasamir láti sig þessi mál varða og mæti á umræðufund Parísar 1,5 þann 2. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Dagana 1.-2. september verður haldinn Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur fólksins á Íslandi var haldinn í fyrsta skipti 11.-13. júní 2015. París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ísland standi við loforðið frá Parísarsamkomulaginu um að gera það sem þarf til að tryggja að hitastig á jörðinni hækki ekki meira en sem nemur 1,5°, verður með umræðufund 2. september kl. 15.30. Á fundinum verður farið lauslega yfir stöðu loftslagsmála á Íslandi og hvað þurfi að gerast til að árangur náist. Í lok fundarins er ætlunin að fulltrúar stjórnmálaflokkanna segi fra því sem þeir telja brýnt að gera. Vinstri grænir, Björt framtíð, Viðreisn og Alþýðufylkingin hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Loftslagsmálin eru yfir allar línur stjórmálaflokkanna. Í dag er enginn flokkur með alvöru stefnu í loftslagsmálunum og svo sannarlega kominn tími á aðgerðir. Það er mikið í húfi og við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Hér eru nokkrar hugmyndir að aðgerðum: Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. Tryggja ívilnanir til 2025 fyrir kaupum á farartækjum sem nota vistvænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Setja í forgang að hraða allri innviðauppbyggingu sem ýtir undir þróun yfir í vistvænt eldsneyti. Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. Ráðherrar sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og ýta undir það á allan mögulegan hátt og tryggja góðar almenningssamgöngur. Endurheimta votlendi innan þriggja ára i samstarfi við bændur. Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum. Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist í loftslagsmálum. Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan. Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags. Ég vona að áhugasamir láti sig þessi mál varða og mæti á umræðufund Parísar 1,5 þann 2. september n.k.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar