Dagur: Hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fer vel af stað með lið sitt í Ríó. vísir/anton Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fylgdu á eftir þriggja marka sigri á Svíum, 32-29, í fyrsta leik handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að vinna Pólverja með nákvæmlega sama mun í gær. Liðið lítur vel út og það er margt sem minnir á liðið sem varð Evrópumeistari í Kraków 31. janúar. „Báðir leikirnir hafa verið tiltölulega sannfærandi hjá okkur. Við vorum sterkari í báðum leikjunum en auðvitað hefði þetta getað á einhverjum tímapunkti hrokkið í hina áttina. Við sáum samt að Pólverjarnir voru svolítið vankaðir eftir tapið í fyrsta leik,“ sagði Dagur eftir leikinn sem þýska liðið vann 32-29. Pólverjar hafa nú tapað á móti Brasilíu og Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Pólverjarnir komu inn mjög grimmir og þetta var líkamlega erfiður leikur. Við héldum vel sjó og við erum með líkamlega sterkt lið á þessum leikum. Ég er með þunga og stóra menn og þeir héldu gegn því. Við náðum svo að spila aðeins hraðari bolta og vorum aðeins beittari í okkar aðgerðum heldur en Pólverjarnir,“ sagði Dagur. Þýska liðið vann sjö síðustu leiki sína á Evrópumótinu í janúar og Dagur hefur náð að kalla fram sömu liðsheild og sömu stemningu nú á Ólympíuleikunum tæpum átta mánuðum síðar. Sigrarnir á stórmótum eru orðnir níu í röð eða allt frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik á HM í Póllandi í ársbyrjun. Spila hvað eftir annað 7 á móti 6Dagur á hliðarlínunni í gær.vísir/getty„Það er jákvætt að það sé svipuð holning á liðinu og á Evrópumótinu. Strákarnir eru líka að komast í stemninguna sem sýnir hversu jákvætt það er fyrir liðið að byrja mótið vel í stað þess að fá einhvern mótvind í byrjun. Það er gott,“ segir Dagur. Hann er farinn að taka markvörðinn sinn út við allar kringumstæður þegar hann telur þess þurfa. Í lok leiksins í gær spiluðu Þjóðverjar hvað eftir annað 7 á móti 6 í sókninni. Sundum gekk það fullkomlega upp en fórnarkostnaður var líka nokkur auðveld pólsk mörk í tómt markið. „Ég notaði aukamanninn síðustu fimmtán mínúturnar því mér fannst vera komið smá hökt í sóknarleikinn. Ég vildi aðeins breyta tempóinu,“ sagði Dagur en við hvaða kringumstæður notar hann þetta útspil? „Það er bara þegar maður hefur á tilfinningunni að liðið þurfi smá hjálp við það að breyta rytmanum. Við gerum þetta þegar við erum færri, þegar við erum fleiri og svo þegar við á,“ segir Dagur sem telur sig ekki vera lengra kominn með þessa leikaðferð en aðrir þjálfarar. „Alls ekki. Við erum á svipuðu róli og önnur lið. Það eru einhverjir þjálfarar sem hafa ekkert notað þetta en það er frekar undantekning frekar en hitt,“ sagði Dagur en kollegi hans í pólska liðinu, Talant Duyshebaev, notaði þetta til dæmis aldrei í leiknum.Bara eitthvað þjálfarastress Dagur virtist eiga mótspil við öllum útspilunum hjá Talant og sigurinn var sannfærandi. Það er líka mikil breidd í þýska liðinu og þrír leikmenn voru til dæmis markahæstir með fimm mörk í sigrinum á Póllandi. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og við virkum betri heldur en ég átti von á miðað við síðustu vikurnar á æfingunum, þá var ég skeptískur. Ég talaði líka við Gumma Gumm og hann var líka skeptískur með sína menn. Ætli það sé bara ekki eitthvert þjálfarastress,“ sagði Dagur brosandi. „Það er gott að vera búinn að taka aðeins hrollinn úr mönnum. Það er voða hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni og ég held að við ættum að halda sjó og slípa okkar leik áfram,“ sagði Dagur að lokum. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fylgdu á eftir þriggja marka sigri á Svíum, 32-29, í fyrsta leik handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að vinna Pólverja með nákvæmlega sama mun í gær. Liðið lítur vel út og það er margt sem minnir á liðið sem varð Evrópumeistari í Kraków 31. janúar. „Báðir leikirnir hafa verið tiltölulega sannfærandi hjá okkur. Við vorum sterkari í báðum leikjunum en auðvitað hefði þetta getað á einhverjum tímapunkti hrokkið í hina áttina. Við sáum samt að Pólverjarnir voru svolítið vankaðir eftir tapið í fyrsta leik,“ sagði Dagur eftir leikinn sem þýska liðið vann 32-29. Pólverjar hafa nú tapað á móti Brasilíu og Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Pólverjarnir komu inn mjög grimmir og þetta var líkamlega erfiður leikur. Við héldum vel sjó og við erum með líkamlega sterkt lið á þessum leikum. Ég er með þunga og stóra menn og þeir héldu gegn því. Við náðum svo að spila aðeins hraðari bolta og vorum aðeins beittari í okkar aðgerðum heldur en Pólverjarnir,“ sagði Dagur. Þýska liðið vann sjö síðustu leiki sína á Evrópumótinu í janúar og Dagur hefur náð að kalla fram sömu liðsheild og sömu stemningu nú á Ólympíuleikunum tæpum átta mánuðum síðar. Sigrarnir á stórmótum eru orðnir níu í röð eða allt frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik á HM í Póllandi í ársbyrjun. Spila hvað eftir annað 7 á móti 6Dagur á hliðarlínunni í gær.vísir/getty„Það er jákvætt að það sé svipuð holning á liðinu og á Evrópumótinu. Strákarnir eru líka að komast í stemninguna sem sýnir hversu jákvætt það er fyrir liðið að byrja mótið vel í stað þess að fá einhvern mótvind í byrjun. Það er gott,“ segir Dagur. Hann er farinn að taka markvörðinn sinn út við allar kringumstæður þegar hann telur þess þurfa. Í lok leiksins í gær spiluðu Þjóðverjar hvað eftir annað 7 á móti 6 í sókninni. Sundum gekk það fullkomlega upp en fórnarkostnaður var líka nokkur auðveld pólsk mörk í tómt markið. „Ég notaði aukamanninn síðustu fimmtán mínúturnar því mér fannst vera komið smá hökt í sóknarleikinn. Ég vildi aðeins breyta tempóinu,“ sagði Dagur en við hvaða kringumstæður notar hann þetta útspil? „Það er bara þegar maður hefur á tilfinningunni að liðið þurfi smá hjálp við það að breyta rytmanum. Við gerum þetta þegar við erum færri, þegar við erum fleiri og svo þegar við á,“ segir Dagur sem telur sig ekki vera lengra kominn með þessa leikaðferð en aðrir þjálfarar. „Alls ekki. Við erum á svipuðu róli og önnur lið. Það eru einhverjir þjálfarar sem hafa ekkert notað þetta en það er frekar undantekning frekar en hitt,“ sagði Dagur en kollegi hans í pólska liðinu, Talant Duyshebaev, notaði þetta til dæmis aldrei í leiknum.Bara eitthvað þjálfarastress Dagur virtist eiga mótspil við öllum útspilunum hjá Talant og sigurinn var sannfærandi. Það er líka mikil breidd í þýska liðinu og þrír leikmenn voru til dæmis markahæstir með fimm mörk í sigrinum á Póllandi. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og við virkum betri heldur en ég átti von á miðað við síðustu vikurnar á æfingunum, þá var ég skeptískur. Ég talaði líka við Gumma Gumm og hann var líka skeptískur með sína menn. Ætli það sé bara ekki eitthvert þjálfarastress,“ sagði Dagur brosandi. „Það er gott að vera búinn að taka aðeins hrollinn úr mönnum. Það er voða hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni og ég held að við ættum að halda sjó og slípa okkar leik áfram,“ sagði Dagur að lokum.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00