Dagur: Hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fer vel af stað með lið sitt í Ríó. vísir/anton Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fylgdu á eftir þriggja marka sigri á Svíum, 32-29, í fyrsta leik handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að vinna Pólverja með nákvæmlega sama mun í gær. Liðið lítur vel út og það er margt sem minnir á liðið sem varð Evrópumeistari í Kraków 31. janúar. „Báðir leikirnir hafa verið tiltölulega sannfærandi hjá okkur. Við vorum sterkari í báðum leikjunum en auðvitað hefði þetta getað á einhverjum tímapunkti hrokkið í hina áttina. Við sáum samt að Pólverjarnir voru svolítið vankaðir eftir tapið í fyrsta leik,“ sagði Dagur eftir leikinn sem þýska liðið vann 32-29. Pólverjar hafa nú tapað á móti Brasilíu og Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Pólverjarnir komu inn mjög grimmir og þetta var líkamlega erfiður leikur. Við héldum vel sjó og við erum með líkamlega sterkt lið á þessum leikum. Ég er með þunga og stóra menn og þeir héldu gegn því. Við náðum svo að spila aðeins hraðari bolta og vorum aðeins beittari í okkar aðgerðum heldur en Pólverjarnir,“ sagði Dagur. Þýska liðið vann sjö síðustu leiki sína á Evrópumótinu í janúar og Dagur hefur náð að kalla fram sömu liðsheild og sömu stemningu nú á Ólympíuleikunum tæpum átta mánuðum síðar. Sigrarnir á stórmótum eru orðnir níu í röð eða allt frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik á HM í Póllandi í ársbyrjun. Spila hvað eftir annað 7 á móti 6Dagur á hliðarlínunni í gær.vísir/getty„Það er jákvætt að það sé svipuð holning á liðinu og á Evrópumótinu. Strákarnir eru líka að komast í stemninguna sem sýnir hversu jákvætt það er fyrir liðið að byrja mótið vel í stað þess að fá einhvern mótvind í byrjun. Það er gott,“ segir Dagur. Hann er farinn að taka markvörðinn sinn út við allar kringumstæður þegar hann telur þess þurfa. Í lok leiksins í gær spiluðu Þjóðverjar hvað eftir annað 7 á móti 6 í sókninni. Sundum gekk það fullkomlega upp en fórnarkostnaður var líka nokkur auðveld pólsk mörk í tómt markið. „Ég notaði aukamanninn síðustu fimmtán mínúturnar því mér fannst vera komið smá hökt í sóknarleikinn. Ég vildi aðeins breyta tempóinu,“ sagði Dagur en við hvaða kringumstæður notar hann þetta útspil? „Það er bara þegar maður hefur á tilfinningunni að liðið þurfi smá hjálp við það að breyta rytmanum. Við gerum þetta þegar við erum færri, þegar við erum fleiri og svo þegar við á,“ segir Dagur sem telur sig ekki vera lengra kominn með þessa leikaðferð en aðrir þjálfarar. „Alls ekki. Við erum á svipuðu róli og önnur lið. Það eru einhverjir þjálfarar sem hafa ekkert notað þetta en það er frekar undantekning frekar en hitt,“ sagði Dagur en kollegi hans í pólska liðinu, Talant Duyshebaev, notaði þetta til dæmis aldrei í leiknum.Bara eitthvað þjálfarastress Dagur virtist eiga mótspil við öllum útspilunum hjá Talant og sigurinn var sannfærandi. Það er líka mikil breidd í þýska liðinu og þrír leikmenn voru til dæmis markahæstir með fimm mörk í sigrinum á Póllandi. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og við virkum betri heldur en ég átti von á miðað við síðustu vikurnar á æfingunum, þá var ég skeptískur. Ég talaði líka við Gumma Gumm og hann var líka skeptískur með sína menn. Ætli það sé bara ekki eitthvert þjálfarastress,“ sagði Dagur brosandi. „Það er gott að vera búinn að taka aðeins hrollinn úr mönnum. Það er voða hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni og ég held að við ættum að halda sjó og slípa okkar leik áfram,“ sagði Dagur að lokum. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fylgdu á eftir þriggja marka sigri á Svíum, 32-29, í fyrsta leik handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að vinna Pólverja með nákvæmlega sama mun í gær. Liðið lítur vel út og það er margt sem minnir á liðið sem varð Evrópumeistari í Kraków 31. janúar. „Báðir leikirnir hafa verið tiltölulega sannfærandi hjá okkur. Við vorum sterkari í báðum leikjunum en auðvitað hefði þetta getað á einhverjum tímapunkti hrokkið í hina áttina. Við sáum samt að Pólverjarnir voru svolítið vankaðir eftir tapið í fyrsta leik,“ sagði Dagur eftir leikinn sem þýska liðið vann 32-29. Pólverjar hafa nú tapað á móti Brasilíu og Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Pólverjarnir komu inn mjög grimmir og þetta var líkamlega erfiður leikur. Við héldum vel sjó og við erum með líkamlega sterkt lið á þessum leikum. Ég er með þunga og stóra menn og þeir héldu gegn því. Við náðum svo að spila aðeins hraðari bolta og vorum aðeins beittari í okkar aðgerðum heldur en Pólverjarnir,“ sagði Dagur. Þýska liðið vann sjö síðustu leiki sína á Evrópumótinu í janúar og Dagur hefur náð að kalla fram sömu liðsheild og sömu stemningu nú á Ólympíuleikunum tæpum átta mánuðum síðar. Sigrarnir á stórmótum eru orðnir níu í röð eða allt frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik á HM í Póllandi í ársbyrjun. Spila hvað eftir annað 7 á móti 6Dagur á hliðarlínunni í gær.vísir/getty„Það er jákvætt að það sé svipuð holning á liðinu og á Evrópumótinu. Strákarnir eru líka að komast í stemninguna sem sýnir hversu jákvætt það er fyrir liðið að byrja mótið vel í stað þess að fá einhvern mótvind í byrjun. Það er gott,“ segir Dagur. Hann er farinn að taka markvörðinn sinn út við allar kringumstæður þegar hann telur þess þurfa. Í lok leiksins í gær spiluðu Þjóðverjar hvað eftir annað 7 á móti 6 í sókninni. Sundum gekk það fullkomlega upp en fórnarkostnaður var líka nokkur auðveld pólsk mörk í tómt markið. „Ég notaði aukamanninn síðustu fimmtán mínúturnar því mér fannst vera komið smá hökt í sóknarleikinn. Ég vildi aðeins breyta tempóinu,“ sagði Dagur en við hvaða kringumstæður notar hann þetta útspil? „Það er bara þegar maður hefur á tilfinningunni að liðið þurfi smá hjálp við það að breyta rytmanum. Við gerum þetta þegar við erum færri, þegar við erum fleiri og svo þegar við á,“ segir Dagur sem telur sig ekki vera lengra kominn með þessa leikaðferð en aðrir þjálfarar. „Alls ekki. Við erum á svipuðu róli og önnur lið. Það eru einhverjir þjálfarar sem hafa ekkert notað þetta en það er frekar undantekning frekar en hitt,“ sagði Dagur en kollegi hans í pólska liðinu, Talant Duyshebaev, notaði þetta til dæmis aldrei í leiknum.Bara eitthvað þjálfarastress Dagur virtist eiga mótspil við öllum útspilunum hjá Talant og sigurinn var sannfærandi. Það er líka mikil breidd í þýska liðinu og þrír leikmenn voru til dæmis markahæstir með fimm mörk í sigrinum á Póllandi. „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og við virkum betri heldur en ég átti von á miðað við síðustu vikurnar á æfingunum, þá var ég skeptískur. Ég talaði líka við Gumma Gumm og hann var líka skeptískur með sína menn. Ætli það sé bara ekki eitthvert þjálfarastress,“ sagði Dagur brosandi. „Það er gott að vera búinn að taka aðeins hrollinn úr mönnum. Það er voða hættulegt að taka fótinn af bensíngjöfinni og ég held að við ættum að halda sjó og slípa okkar leik áfram,“ sagði Dagur að lokum.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Fullt hús hjá lærisveinum Dags Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi. 9. ágúst 2016 16:00