Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 01:45 Usain Bolt fagnar hér sigri í nótt. Vísir/Anton Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira