Ásmundur fann að rasistaummælum Samfylkingarfólks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2016 15:03 Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum. Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum.
Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30
Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10
Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40