Grindhvaladráp Færeyinga Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Færeyjar Hvalir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun