Ásdís Hjálmsdóttir er greinilega í frábæru formi tveimur vikum fyrir Ólympíuleikana í Ríó þar sem hún mun keppa í spjótkasti.
Ásdís, sem keppir fyrir Ármann, tók þátt í Meistaramóti Íslands í frjálsum á Akureyri um helgina og vann þrjár af fjórum kastgreinum mótsins.
Hún gaf sér tíma frá undirbúningi sínum fyrir leikana til þess að mæta norður á Akureyri og sýns styrk sinn í þremur kastgreinum.
Ásdís tók ekki bara gullverðlaunin í spjótkasti í gær heldur vann tvö gull til viðbótar í dag, í kringlukasti og kúluvarpi.
Ásdís vann ekki aðeins kúluvarpið heldur setti nýtt mótsmet með því að kasta kúlunni 16,07 metra.
Ásdís náði einnig sínum besta árangri á árinu í kringlunni með því að kasta henni 48,96 metra.
Ásdís setti í mótsmet í kúluvarpi og vann þrjú gull á MÍ
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
