Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem haldið var í síðustu viku. Fréttablaðið/EPA Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, segist fagna því að Rússar brjótist inn í tölvur demókrata. Þeir megi gjarnan komast í tölvupósta Hillary Clinton og birta þá. „Ég held að ykkur yrði ákaft fagnað af fjölmiðlum okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Jake Sullivan, utanríkismálaráðgjafi Clinton, segir að nú sé framboð Trumps hætt að vera bara pólitískt og furðulegt. Nú sé það orðið að þjóðaröryggismáli: „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi hefur beinlínis hvatt erlent ríki til að njósna um pólitískan andstæðing sinn.“ Robby Mook, kosningastjóri Clinton, hélt því fram í sjónvarpsviðtali á sunnudag að þúsundir tölvupósta úr tölvum demókrataflokksins, sem birtir voru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks, hefðu borist þangað frá Rússum sem hefðu brotist inn í tölvur flokksins. Rússar hafi með þessu viljað hjálpa Trump í kosningabaráttunni gegn Clinton: „Ég tel það ekki vera neina tilviljun að þessir tölvupóstar hafi verið birtir rétt áður en landsþing okkar hefst, og það er uggvænlegt.“ Á Twitter-síðu Wikileaks segir að það sé rógburður einn, að verið sé að ganga erinda Rússa: „Úr kosningabúðum Clinton berst lélegur samsærisáburður um að við séum rússneskir njósnarar. Síðast áttum við að vera frá Mossad. Náið þessu nú rétt.“ Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. Bandaríska alríkislögreglan kynnti nýverið niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sinnar á tölvupóstnotkun Clinton meðan hún var utanríkisráðherra, og komst að því að hún hefði sýnt vítavert kæruleysi með því að vista viðkvæm tölvupóstsamskipti sín á sinni eigin tölvu í stað þess að nota tölvubúnað ráðuneytisins, sem væri öruggari. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, segist fagna því að Rússar brjótist inn í tölvur demókrata. Þeir megi gjarnan komast í tölvupósta Hillary Clinton og birta þá. „Ég held að ykkur yrði ákaft fagnað af fjölmiðlum okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Jake Sullivan, utanríkismálaráðgjafi Clinton, segir að nú sé framboð Trumps hætt að vera bara pólitískt og furðulegt. Nú sé það orðið að þjóðaröryggismáli: „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi hefur beinlínis hvatt erlent ríki til að njósna um pólitískan andstæðing sinn.“ Robby Mook, kosningastjóri Clinton, hélt því fram í sjónvarpsviðtali á sunnudag að þúsundir tölvupósta úr tölvum demókrataflokksins, sem birtir voru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks, hefðu borist þangað frá Rússum sem hefðu brotist inn í tölvur flokksins. Rússar hafi með þessu viljað hjálpa Trump í kosningabaráttunni gegn Clinton: „Ég tel það ekki vera neina tilviljun að þessir tölvupóstar hafi verið birtir rétt áður en landsþing okkar hefst, og það er uggvænlegt.“ Á Twitter-síðu Wikileaks segir að það sé rógburður einn, að verið sé að ganga erinda Rússa: „Úr kosningabúðum Clinton berst lélegur samsærisáburður um að við séum rússneskir njósnarar. Síðast áttum við að vera frá Mossad. Náið þessu nú rétt.“ Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. Bandaríska alríkislögreglan kynnti nýverið niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sinnar á tölvupóstnotkun Clinton meðan hún var utanríkisráðherra, og komst að því að hún hefði sýnt vítavert kæruleysi með því að vista viðkvæm tölvupóstsamskipti sín á sinni eigin tölvu í stað þess að nota tölvubúnað ráðuneytisins, sem væri öruggari.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira