Einelti eða einsýni? Árni Páll Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar