Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 09:12 Melania Trump og Michelle Obama hafa sömu gildi í hávegum af ræðunum að dæma. Vísir/EPA Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira