Er forseti yfir það hafinn? Halla Tómasdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun