Guðni og Halla efst: „Örlagarík og spennandi nótt framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 22:30 Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur voru kynntar. „Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira