Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 12:30 Fjöldi íslenskra gistirýma í gegnum Airbnb jókst um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00
Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent