Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 10:28 Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í borginni. Vísir/Vilhelm Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30
Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00