Skoðun

Stór­fellt brot á dýrum

Árni Stefán Árnason skrifar

Héraðsdómur Austurlands hefur nú með fordæmisgefandi refsiákvörðun sinni, fimmtudaginn 2. júní 2016 í máli nr. S-24/2015, svipt einstakling ævilangt heimild til að hafa dýr í umsjón sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti.

Samkvæmt dómnum er talið,  að sýnt hafi verið fram á að sakborningur hafi bundið lifandi kanínu með vír við brunahana fyrir framan afgreiðslu tryggingafélagsins VÍS við Glerárgötu 24 á Akureyri og aflífað hana á sérstaklega grimmilegan og þjáningafullan hátt með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni, en kanínuna hafði hann keypt í gæludýrabúð skammt frá vettvangi.

Ég fagna refsiákvörðun dómarans. Hún er í samræmi við refsiákvæði íslensku dýravelferðarlaganna. Skilgreining er nú komin á því hvað telst ,,stórfellt" brot eins og það er orðað í lögum um velferð dýra.

Á sama tíma má spyrja: hvað varð um svínaníðsmálið frá s.l. hausti. Um það var fjallað linnulaust af fjölmiðlum í heila viku og lauk umfjölluninni með því að dýralæknir Matvælastofnunar, Þóra J. Jónasdóttir,  fullyrti að um dýraníð væri að ræða.

Var það mál þaggað? - en Matvælastofnun/yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir hefur ein heimild til að kæra meint brot á lögum um velferð dýra.

 




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×