Buxurnar heillar þjóðar Kári Stefánsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun