Obama lýsir yfir stuðningi við Clinton og þakkar Sanders - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 20:14 Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45