Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012. Barkaígræðslan er meðal annars rannsökuð af sænsku lögreglunni. vísir/vilhelm Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07