Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2016 10:24 Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður, annar frá vinstri, gætir hagsmuna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital. Hann starfaði áður fyrir slitastjórn Landsbankans en myndin var tekin á upplýsingafundi slitastjórnar bankans á Hilton Nordica árið 2011. Fréttablaðið/Stefán Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins. Alþingi Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins.
Alþingi Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira