Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld.
Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar.
Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt.
Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein.
Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi.
En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust.
Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu.
Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi.
EM farar meðal keppenda á JJ-móti Ármanns í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
