Forsetakosningar Hannes Bjarnason skrifar 26. maí 2016 05:00 Þann 23. mars síðastliðinn ritaði Össur Skarphéðinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar m.a. um þær breytingar sem hafa orðið á forsetaembættinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá fjallar Össur um mögulegar breytingar á embættinu verði tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að veruleika.Svigrúm forseta Það er klárt að gildandi stjórnarskrá veitir sitjandi forseta á hverjum tíma töluvert svigrúm, einnig til að sinna sínum hjartans málum. Til að mynda þá valdi Vigdís Finnbogadóttir að beita kröftum sínum í þágu íslenskrar tungu og skógræktar. Ólafur Ragnar hefur aftur á móti lagt mikla vinnu í málefni norðurslóða og jarðhitamál á alþjóðavísu. Með því hefur Ólafur Ragnar sannarlega fært alþjóðamál inn fyrir verkahring embættisins eins og Össur bendir á. Það að forseti beri sín hjartans mál á alþjóðleg torg er þó ekki vandkvæðalaust. Ekki síst ef forseti talar utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar í mót. Um þetta var töluvert rætt í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Fengu frambjóðendur þá iðulega spurningar um hvort þeim þætti eðlilegt að reka eigin utanríkisstefnu eða fylgja utanríkisstefnu ráðandi ríkisstjórnar. Að því sögðu þá er það val sitjandi forseta á hverjum tíma hvort og þá í hvaða mæli hann sækist eftir því að reka sín mál á alþjóðavettvangi. Velji forseti einmitt það þá verður viðkomandi sannarlega að geta fótað sig í alþjóðlegu umhverfi og lagt fram mál sín á trúverðugan hátt, að hafa málefnalega burði eins og Össur orðar það. Nýr forseti verður að sjálfsögðu að geta staðið sína vakt í samskiptum við þjóðir og gætt hagsmuna Íslands. Hæfileikar til rökræðna byggja að miklu leyti á hæfileikum til að hlusta á viðmælendur og nýta þeirra orð áfram í eigin málatilbúning. Án efa er þetta eiginleiki sem góður stjórnmálamaður býr að en er þó ekki eingöngu bundinn þeirri stétt. Þar af leiðir að sú mynd sem Össur dregur upp, að nýr forseti ætti að hafa pólitískan bakgrunn, þykir mér lítt raunhæf. Reynsla úr utanríkispólitík hlýtur jú alltaf að vera til bóta. Þó tel ég hæfileikann meiri að skilja mannlegt eðli og pólitísk ferli ásamt því að hafa skilning á mismunandi menningu ríkja. Það er haldgóður eiginleiki nýs forseta.Málskotsréttur og óvirkjaðar greinar gildandi stjórnarskrár Á málskotsréttinum eru tvær hliðar. Það að beita því valdi sem gefið er getur verið jafngilt þeirri ákvörðun að beita því ekki. Samanber ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta lög um Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Þó Ólafur Ragnar hafi virkjað málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar þá hefur hann ekki beitt öðrum greinum stjórnarskrárinnar sem gætu haft umtalsverð áhrif á stjórnskipun landsins. Þar má nefna 25. grein, að leggja fram fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Sama á við um 28. grein, að gefa út bráðabirgðalög. Munum að áður en Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn þá þótti hann „dautt ákvæði“ í stjórnarskránni. Það segir okkur að nýr forseti gæti nýtt ákvæði í 26. og 28. grein ef svo bæri undir. Ættu frambjóðendur að gera grein fyrir sýn sinni á þessi ákvæði.Tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Ef við gefum okkur að ný stjórnarskrá verði að veruleika og í meginatriðum eins og tillögur Stjórnlagaráðs gera ráð fyrir, má færa rök fyrir því að um umtalsverðar breytingar á grundvelli stjórnskipunar sé að ræða. Össur rekur breytingar á hlutverki forseta varðandi tilnefningu á forsætisráðherra, þar sem forseti skal ráðfæra sig við þingflokka og þingmenn varðandi tilnefningu og síðan bera undir þingið sem kýs um tillöguna. Þó þessi nýmæli séu í tillögum Stjórnlagaráðs þá hlýtur það að vera fremur ólíklegt að forseti leggi fram tillögu um forsætisráðherra á þingi án þess að nokkuð öruggt sé að viðkomandi hljóti ríkan stuðning. Væntanlega hefur forseti gert sér svo glögga mynd af stöðu mála gegnum viðtöl við þingflokka og þingmenn. Í dag hefur forseti gott svigrúm til stjórnarmyndunar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Það mundi ekki breytast mikið að mínu mati þó að nýjar tillögur Stjórnlagaráðs næðu fram að ganga. Því að í brothættu umhverfi þar sem annaðhvort eru til staðar fleiri möguleikar á stjórnarmeirihluta eða þá vöntun á slíku hljóta kröfur til forseta alltaf að vera miklar. Mannlegt innsæi, hæfileikar til málamiðlunar, ríkir leiðtogahæfileikar hljóta þá að vera aðkallandi. Þeir eiginleikar eru jafn mikilvægir í fari forseta nú og í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 23. mars síðastliðinn ritaði Össur Skarphéðinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar m.a. um þær breytingar sem hafa orðið á forsetaembættinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá fjallar Össur um mögulegar breytingar á embættinu verði tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að veruleika.Svigrúm forseta Það er klárt að gildandi stjórnarskrá veitir sitjandi forseta á hverjum tíma töluvert svigrúm, einnig til að sinna sínum hjartans málum. Til að mynda þá valdi Vigdís Finnbogadóttir að beita kröftum sínum í þágu íslenskrar tungu og skógræktar. Ólafur Ragnar hefur aftur á móti lagt mikla vinnu í málefni norðurslóða og jarðhitamál á alþjóðavísu. Með því hefur Ólafur Ragnar sannarlega fært alþjóðamál inn fyrir verkahring embættisins eins og Össur bendir á. Það að forseti beri sín hjartans mál á alþjóðleg torg er þó ekki vandkvæðalaust. Ekki síst ef forseti talar utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar í mót. Um þetta var töluvert rætt í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Fengu frambjóðendur þá iðulega spurningar um hvort þeim þætti eðlilegt að reka eigin utanríkisstefnu eða fylgja utanríkisstefnu ráðandi ríkisstjórnar. Að því sögðu þá er það val sitjandi forseta á hverjum tíma hvort og þá í hvaða mæli hann sækist eftir því að reka sín mál á alþjóðavettvangi. Velji forseti einmitt það þá verður viðkomandi sannarlega að geta fótað sig í alþjóðlegu umhverfi og lagt fram mál sín á trúverðugan hátt, að hafa málefnalega burði eins og Össur orðar það. Nýr forseti verður að sjálfsögðu að geta staðið sína vakt í samskiptum við þjóðir og gætt hagsmuna Íslands. Hæfileikar til rökræðna byggja að miklu leyti á hæfileikum til að hlusta á viðmælendur og nýta þeirra orð áfram í eigin málatilbúning. Án efa er þetta eiginleiki sem góður stjórnmálamaður býr að en er þó ekki eingöngu bundinn þeirri stétt. Þar af leiðir að sú mynd sem Össur dregur upp, að nýr forseti ætti að hafa pólitískan bakgrunn, þykir mér lítt raunhæf. Reynsla úr utanríkispólitík hlýtur jú alltaf að vera til bóta. Þó tel ég hæfileikann meiri að skilja mannlegt eðli og pólitísk ferli ásamt því að hafa skilning á mismunandi menningu ríkja. Það er haldgóður eiginleiki nýs forseta.Málskotsréttur og óvirkjaðar greinar gildandi stjórnarskrár Á málskotsréttinum eru tvær hliðar. Það að beita því valdi sem gefið er getur verið jafngilt þeirri ákvörðun að beita því ekki. Samanber ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta lög um Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Þó Ólafur Ragnar hafi virkjað málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar þá hefur hann ekki beitt öðrum greinum stjórnarskrárinnar sem gætu haft umtalsverð áhrif á stjórnskipun landsins. Þar má nefna 25. grein, að leggja fram fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Sama á við um 28. grein, að gefa út bráðabirgðalög. Munum að áður en Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn þá þótti hann „dautt ákvæði“ í stjórnarskránni. Það segir okkur að nýr forseti gæti nýtt ákvæði í 26. og 28. grein ef svo bæri undir. Ættu frambjóðendur að gera grein fyrir sýn sinni á þessi ákvæði.Tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Ef við gefum okkur að ný stjórnarskrá verði að veruleika og í meginatriðum eins og tillögur Stjórnlagaráðs gera ráð fyrir, má færa rök fyrir því að um umtalsverðar breytingar á grundvelli stjórnskipunar sé að ræða. Össur rekur breytingar á hlutverki forseta varðandi tilnefningu á forsætisráðherra, þar sem forseti skal ráðfæra sig við þingflokka og þingmenn varðandi tilnefningu og síðan bera undir þingið sem kýs um tillöguna. Þó þessi nýmæli séu í tillögum Stjórnlagaráðs þá hlýtur það að vera fremur ólíklegt að forseti leggi fram tillögu um forsætisráðherra á þingi án þess að nokkuð öruggt sé að viðkomandi hljóti ríkan stuðning. Væntanlega hefur forseti gert sér svo glögga mynd af stöðu mála gegnum viðtöl við þingflokka og þingmenn. Í dag hefur forseti gott svigrúm til stjórnarmyndunar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Það mundi ekki breytast mikið að mínu mati þó að nýjar tillögur Stjórnlagaráðs næðu fram að ganga. Því að í brothættu umhverfi þar sem annaðhvort eru til staðar fleiri möguleikar á stjórnarmeirihluta eða þá vöntun á slíku hljóta kröfur til forseta alltaf að vera miklar. Mannlegt innsæi, hæfileikar til málamiðlunar, ríkir leiðtogahæfileikar hljóta þá að vera aðkallandi. Þeir eiginleikar eru jafn mikilvægir í fari forseta nú og í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun