Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar Hans Kristjánsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun