Búinn að tryggja sér tilnefningu Birta Björnsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:30 AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira