Innlent

Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta eru þau níu sem berjast um lyklavöldin að Bessastöðum.
Þetta eru þau níu sem berjast um lyklavöldin að Bessastöðum. vísir/
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1% fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. Davíð Oddsson mælist með 19% fylgi og Andri Snær Magnason rúmlega 15% fylgi. Þar á eftir kemur Halla Tómasdóttir með tæplega 3,4% fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveimur prósentum.

Meira en þrefalt fleiri karlar en konur styðja Davíð, en Guðni nýtur marktækt meiri stuðnings á meðal karla en kvenna. Þá ætla fleiri konur en karlar að kjósa bæði Höllu og Andra Snæ.

Andri Snær sækir mest fylgi sitt til yngstu kjósenda en Davíð sækir sitt fylgi helst til þeirra sem eldri eru en 55 ára.

Í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og var birt í gær var Guðni með 65% fylgi, Davíð með tæplega 20 prósent. Andri Snær Magnason mældist með tæplega átta prósent. Halla Tómasdóttir kom þar á eftir með 2,5 prósent. Þá mældist Sturla Jónsson með 1,7 prósent en aðrir mældust með minna, alls 2,7 prósent.

Könnun Maskínu var framkvæmd dagana 20-27. maí. Svarendur voru 839 úr Þjóðgátt Maskínu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar af landinu og á aldrinum 18-75 ára.

Niðurstöður könnunar Maskínu.Mynd/Maskína



Fleiri fréttir

Sjá meira


×