Ég trúi á framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 11. maí 2016 08:00 Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar