Sjálfbær Kerlingarfjöll Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar