Ekki er öll von úti fyrir Sanders Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. maí 2016 21:28 Demókrataflokkurinn gæti neyðst til þess að bregðast við því að Sanders er töluvert vinsælli á meðal almennings en Clinton. Vísir/Getty Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28
Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22