Jafnréttisstofa vill vernd hinsegin fólks Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2016 07:00 Úr Gleðigöngunni í Reykjavík. Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira