Jafnréttisstofa vill vernd hinsegin fólks Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2016 07:00 Úr Gleðigöngunni í Reykjavík. Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira