Nýr flokkur á gömlum grunni Gunnlaugur Stefánsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Árið 1978 bauð Alþýðuflokkurinn fram til alþingiskosninga undir kjörorðinu „Nýr flokkur á gömlum grunni“. Flokkurinn uppskar 22% fylgi og sinn stærsta kosningasigur með 14 þingmönnum. Ég var yngstur þingmanna flokksins, nýlega orðinn 26 ára gamall. Miklir umbrotatímar voru þá í stjórnmálunum í umhverfi óðaverðbólgu sem geisað hafði frá því að Viðreisnarstjórnin lauk störfum árið 1971. Í kosningunum árið 1978 kynnti Alþýðuflokkurinn framsækna umbótastefnu, sem braut í blað stjórnmálabaráttunnar, og lagði drjúgt af mörkum svo böndum varð síðar komið á óðaverðbólgu og velferðin í landinu efldist. Þetta rifja ég hér upp að gefnu tilefni. Nú á Samfylkingin við vanda að etja af líkum toga og Alþýðuflokkurinn átti í kjölfar alþingiskosninga 1974, þegar flokkurinn var nálægt því að þurrkast út af Alþingi, hlaut 9% atkvæða og einn kjörinn þingmann, en honum fylgdu svo fjórir uppbótarþingmenn. Engum flokksmanni kom þá til hugar að gefast upp og efast um hlutverk Alþýðuflokksins sem bar ábyrgð á hugsjón jafnaðarstefnunnar í landinu. Þá var máttlaus helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völd, djúpstæð spilling í þjóðlífinu sem nærðist í skjóli verðbólgu og lokaðrar stjórnsýslu. Framsækin barátta Vilmundar heitins Gylfasonar, sem stóð svo í fylkingarbrjósti í kosningabaráttu Alþýðuflokksins árið 1978, fyllti flokksfólkið eldmóði. En úrslitum réð, að Alþýðuflokkurinnn kannaðist við fortíð sína og byggði róttækan málflutning sinn og baráttu á gömlum grunni, stóð traustan vörð um sögu sína og verk; og þrátt fyrir harða aðför andstæðinga flokksins að þeirri sögu og verkum.Afskræma sögu flokksins Nú keppast nokkrir forystumenn Samfylkingarinnar við að afneita eða afskræma sögu flokksins, upphefja meint „mistök“ með stóryrðum og biðja kjósendur afsökunar á tilveru sinni. Tæpast getur flokkur, sem þannig hagar málflutningi sínum, notið trausts hjá þjóðinni. Flokkur er meira en bandalag frambjóðenda sem eru að sækja um atvinnu. Flokkur er fólk, fjöldahreyfing, sem á sameiginlega hugsjón og þráir að sjá árangur í verki á lýðræðislegum grunni. Þingmenn flokksins eru því þjónar fólksins um að koma verkum hugsjóna til framkvæmda. Samfylkingin var stofnuð af öflugum stjórnmálahreyfingum sem áttu sér sameiginlega hugsjón um jöfnuð, réttlæti og almenna velferð á grunni jafnaðarstefnunnar. Frá stofnun hefur flokkurinn gegnt stóru hlutverki í stjórnmálunum. Samfylkingin var í forystu ríkisstjórnar, þegar þjóðin háði í raun baráttu um efnahagslegt sjálfstæði sitt í kjölfar á Hruni sem leitt gat til þjóðargjaldþrots. Engum gat til hugar komið á haustdögum árið 2008, að við yrðum komin til þeirrar farsældar sem við njótum í dag. Þar skipti öllu máli, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók á málum af festu og ábyrgð við afar erfiðar aðstæður og skilaði þjóðarbúinu, svo til heilla horfði. Þetta á sagnfræðin síðar eftir að staðfesta rækilega hér á landi, þó það sé fyrir löngu skráð í bækur í útlöndum.Kosið um leiðtoga Í formannskjöri innan Samfylkingarinnar á ekki að kjósa um það hvernig leggja eigi flokkinn niður eða hlaupa undir sæng með einhverju flokksbroti. Þvert á móti er kosið um leiðtoga, sem kannast við flokkinn, sögu hans og árangur, og hefur burði til að sækja fram í flokki til sigurs. Ef Samfylkingin ætlar að rækta traust með þjóðinni, þá verður það ekki gert öðruvísi en að þekkja sögu sína og uppskeru verkanna til heilla fyrir þjóðina. Og þar er af nógu að taka. Af þeim sjónarhóli er horft til framtíðar þar sem framsækni og baráttugleði mótar för. Ef Samfylkingunni auðnast þetta ekki, þá liggur Alþýðuflokkurinn í dvala og nærtækt að vekja hann til verka. Jafnaðarmenn gáfust ekki upp, þó oft hafi blásið á móti og gera ekki enn. Öflugur jafnaðarmannaflokkur er ekki aðeins brýn nauðsyn fyrir velferðina í landinu, heldur kjölfestan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1978 bauð Alþýðuflokkurinn fram til alþingiskosninga undir kjörorðinu „Nýr flokkur á gömlum grunni“. Flokkurinn uppskar 22% fylgi og sinn stærsta kosningasigur með 14 þingmönnum. Ég var yngstur þingmanna flokksins, nýlega orðinn 26 ára gamall. Miklir umbrotatímar voru þá í stjórnmálunum í umhverfi óðaverðbólgu sem geisað hafði frá því að Viðreisnarstjórnin lauk störfum árið 1971. Í kosningunum árið 1978 kynnti Alþýðuflokkurinn framsækna umbótastefnu, sem braut í blað stjórnmálabaráttunnar, og lagði drjúgt af mörkum svo böndum varð síðar komið á óðaverðbólgu og velferðin í landinu efldist. Þetta rifja ég hér upp að gefnu tilefni. Nú á Samfylkingin við vanda að etja af líkum toga og Alþýðuflokkurinn átti í kjölfar alþingiskosninga 1974, þegar flokkurinn var nálægt því að þurrkast út af Alþingi, hlaut 9% atkvæða og einn kjörinn þingmann, en honum fylgdu svo fjórir uppbótarþingmenn. Engum flokksmanni kom þá til hugar að gefast upp og efast um hlutverk Alþýðuflokksins sem bar ábyrgð á hugsjón jafnaðarstefnunnar í landinu. Þá var máttlaus helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völd, djúpstæð spilling í þjóðlífinu sem nærðist í skjóli verðbólgu og lokaðrar stjórnsýslu. Framsækin barátta Vilmundar heitins Gylfasonar, sem stóð svo í fylkingarbrjósti í kosningabaráttu Alþýðuflokksins árið 1978, fyllti flokksfólkið eldmóði. En úrslitum réð, að Alþýðuflokkurinnn kannaðist við fortíð sína og byggði róttækan málflutning sinn og baráttu á gömlum grunni, stóð traustan vörð um sögu sína og verk; og þrátt fyrir harða aðför andstæðinga flokksins að þeirri sögu og verkum.Afskræma sögu flokksins Nú keppast nokkrir forystumenn Samfylkingarinnar við að afneita eða afskræma sögu flokksins, upphefja meint „mistök“ með stóryrðum og biðja kjósendur afsökunar á tilveru sinni. Tæpast getur flokkur, sem þannig hagar málflutningi sínum, notið trausts hjá þjóðinni. Flokkur er meira en bandalag frambjóðenda sem eru að sækja um atvinnu. Flokkur er fólk, fjöldahreyfing, sem á sameiginlega hugsjón og þráir að sjá árangur í verki á lýðræðislegum grunni. Þingmenn flokksins eru því þjónar fólksins um að koma verkum hugsjóna til framkvæmda. Samfylkingin var stofnuð af öflugum stjórnmálahreyfingum sem áttu sér sameiginlega hugsjón um jöfnuð, réttlæti og almenna velferð á grunni jafnaðarstefnunnar. Frá stofnun hefur flokkurinn gegnt stóru hlutverki í stjórnmálunum. Samfylkingin var í forystu ríkisstjórnar, þegar þjóðin háði í raun baráttu um efnahagslegt sjálfstæði sitt í kjölfar á Hruni sem leitt gat til þjóðargjaldþrots. Engum gat til hugar komið á haustdögum árið 2008, að við yrðum komin til þeirrar farsældar sem við njótum í dag. Þar skipti öllu máli, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók á málum af festu og ábyrgð við afar erfiðar aðstæður og skilaði þjóðarbúinu, svo til heilla horfði. Þetta á sagnfræðin síðar eftir að staðfesta rækilega hér á landi, þó það sé fyrir löngu skráð í bækur í útlöndum.Kosið um leiðtoga Í formannskjöri innan Samfylkingarinnar á ekki að kjósa um það hvernig leggja eigi flokkinn niður eða hlaupa undir sæng með einhverju flokksbroti. Þvert á móti er kosið um leiðtoga, sem kannast við flokkinn, sögu hans og árangur, og hefur burði til að sækja fram í flokki til sigurs. Ef Samfylkingin ætlar að rækta traust með þjóðinni, þá verður það ekki gert öðruvísi en að þekkja sögu sína og uppskeru verkanna til heilla fyrir þjóðina. Og þar er af nógu að taka. Af þeim sjónarhóli er horft til framtíðar þar sem framsækni og baráttugleði mótar för. Ef Samfylkingunni auðnast þetta ekki, þá liggur Alþýðuflokkurinn í dvala og nærtækt að vekja hann til verka. Jafnaðarmenn gáfust ekki upp, þó oft hafi blásið á móti og gera ekki enn. Öflugur jafnaðarmannaflokkur er ekki aðeins brýn nauðsyn fyrir velferðina í landinu, heldur kjölfestan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun