Jafnréttislög í 40 ár Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 17. maí 2016 00:00 Á fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó sumarið 1975 var samþykkt áskorun á þjóðir heims um að setja lög til að tryggja jafnrétti kvenna og karla. Þetta var árið þegar íslenskar konur vöktu heimsathygli með stórfundi á Lækjartorgi 24. október þar sem minnt var á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Íslenska ríkisstjórnin brást skjótt við og var þeim Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttarlögmanni og Hallgrími Dalberg ráðuneytisstjóra falið að semja frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla. Við endanlega afgreiðslu var nafni laganna breytt í lög um jafnrétti kvenna og karla og voru þau samþykkt 18. maí 1976. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Kveðið var á um launajafnrétti kynjanna, sömu möguleika á starfsframa, sinna átti jafnréttisfræðslu í skólum, niðrandi auglýsingar voru bannaðar og Jafnréttisráð var stofnað. Síðan hafa lögin verið endurskoðuð fjórum sinnum sem segir okkur hve ör þróunin hefur verið í málaflokknum og margt sem löggjafinn þurfti að taka á.Kvennaáratugurinn Árin frá 1976-1985 voru kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna. Mikið líf var í kvennahreyfingum og mörg ný mál komust á dagskrá, ekki síst ofbeldi gegn konum. Í kjölfar kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn 1980 var nefnd sett á laggir til að endurskoða jafnréttislögin. Hún skilaði býsna róttækum tillögum en áður en þær fengust ræddar féll ríkisstjórnin snemma árs 1983. Næsta stjórn hélt verkinu áfram en ansi margar tillagna fyrri nefndar voru strikaðar út, t.d. um jafnréttisnefndir sveitarfélaga, að bæði karl og kona yrðu tilnefnd til setu í nefndum o.fl.. Ný lög voru samþykkt 1985. Hert var á tilgangi laganna, nú átti að koma á jafnrétti kynjanna. Helstu nýmæli voru að sérstakar tímabundnar aðgerðir voru heimilaðar, ákvæði sett um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar og að ráðherra bæri að leggja fram skýrslu á tveggja ára fresti um stöðu og þróun jafnréttismála. Einnig var kveðið á um þá skyldu atvinnurekenda að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkuðust ekki í sértök kvenna- og karlastörf. Í skólum skyldi unnið að því að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla. Næsta endurskoðun fór fram eftir fimm ár og voru ný lög samþykkt 1991. Nú varð það líka skylda stéttarfélaga að vinna að kynjajafnrétti á vinnumarkaði, kærunefnd jafnréttismála var komið á fót, ákvæði kom inn um að hlutur kynjanna í nefndum skyldi vera sem jafnastur og sveitarfélög með 500 íbúa eða fleiri skyldu hafa jafnréttisnefnd. Jafnréttisráð skyldi halda jafnréttisþing að minnsta kosti á þriggja ára fresti. Með þessum lögum urðu atvinnurekendur að sýna fram á að annað en kynferði hefði ráðið við stöðuveitingu væri hún kærð. Hert var á ákvæðum um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú skyldi lögð fyrir Alþingi og endurskoðuð á tveggja ára fresti.Jafn réttur í hvívetna Árið 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Af því tilefni var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður og var þá samþykkt mikilvægt ákvæði um að konur og karlar skyldu njóta jafns réttar í hvívetna. Íslendingar fengu mikið hrós fyrir þessa samþykkt. Ári síðar boðuðu SÞ til kvennaráðstefnu í Kína. Þar var samþykkt yfirlýsing og framkvæmdaáætlun í tólf köflum kennd við Peking. Í kjölfarið þurfti að endurskoða jafnréttislögin og voru ný lög samþykkt árið 2000. Aðild Íslands að EES samningnum hafði líka áhrif á nýju lögin. Þessum lögum fylgdu verulegar breytingar. Lagt var til grundvallar að gæta skyldi jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins og unnið að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu (e. gender mainstreaming). Jafnréttisstofa var stofnuð og þar með skilið á milli hennar og Jafnréttisráðs sem áður hafði rekið skrifstofu jafnréttismála. Ráðuneyti skyldu hafa jafnréttisfulltrúa, fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri var skylt að gera jafnréttisáætlanir, ákvæði var sett um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynferðisleg áreitni var skilgreind og bönnuð, rannsóknir á stöðu kynjanna skyldu efldar og tölulegar upplýsingar greindar eftir kyni. Þá var sérstaklega nefnt að auka skyldi þátttöku karla í jafnréttisstarfi. Enn á ný var ákveðið að endurskoða lögin sem lauk með samþykkt nýrra laga 2008. Í fyrsta sinn voru ýmis hugtök skilgreind. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu var eflt og meðal nýrra verkefna hennar var að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig skyldi stofan vinna að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla. Jafnréttisstofa skyldi kalla inn jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana og fékk heimild til að beita dagsektum ef dráttur yrði á upplýsingagjöf. Jafnréttisþing voru tekin upp að nýju en þau féllu út úr lögunum árið 2000. Í fyrsta sinn var komið á kynjakvóta í öllum opinberum stjórnum, nefndum og ráðum. Álit kærunefndar jafnréttismála skyldu verða bindandi. Nánar var kveðið á um samþættingu kynjasjónarmiða inn í alla stefnumörkun og ákvarðanatöku. Þá var samþykkt að menntamálaráðuneytið skyldi ráða sérstakan jafnréttisráðgjafa og að jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna skyldu hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Inn í ákvæðið um vanvirðandi auglýsingar var bætt að þeir sem hönnuðu og birtu slíkar auglýsingar væru ábyrgir.Mikið verk að vinna Lögin frá 2008 eru enn í fullu gildi en það er eitt og annað sem kominn er tími á að skoða að nýju. Það er löngu tímabært að tryggja réttarvernd minnihlutahópa og samþykkja bann við mismunun á grundvelli annarra þátta en kyns, svo sem aldurs, fötlunar, kynhneigðar, trúar, uppruna o.fl. Ísland er eina ríkið í það minnsta innan EES svæðisins sem ekki hefur samþykkt slíkt bann. Þá þarf að koma hugtakinu margföld mismunun í lög hér á landi. Lög eru eitt, framkvæmd og hugarfar annað. Við eigum enn mikið verk að vinna við að breyta hugarfari, kveða niður kynbundið ofbeldi og breyta heftandi staðalímyndum. Endurreisa þarf fæðingarorlofskerfið og innleiða Istanbúlsamninginn gegn ofbeldi. Við verðum að tryggja að bæði konur og karlar komi að stjórn landsins og allri stefnumótun. Bæði kyn eiga að koma að rekstri fyrirtækja og stofnana og taka þátt í að semja um kaup og kjör. Síðast en ekki síst er mikilvægt að standa vörð um unnin réttindi, huga að þeim hópum sem eiga sér formælendur fáa, t.d. fátækar konur og erlendar konur og vinna að jöfnuði og jafnrétti fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó sumarið 1975 var samþykkt áskorun á þjóðir heims um að setja lög til að tryggja jafnrétti kvenna og karla. Þetta var árið þegar íslenskar konur vöktu heimsathygli með stórfundi á Lækjartorgi 24. október þar sem minnt var á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Íslenska ríkisstjórnin brást skjótt við og var þeim Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttarlögmanni og Hallgrími Dalberg ráðuneytisstjóra falið að semja frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla. Við endanlega afgreiðslu var nafni laganna breytt í lög um jafnrétti kvenna og karla og voru þau samþykkt 18. maí 1976. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Kveðið var á um launajafnrétti kynjanna, sömu möguleika á starfsframa, sinna átti jafnréttisfræðslu í skólum, niðrandi auglýsingar voru bannaðar og Jafnréttisráð var stofnað. Síðan hafa lögin verið endurskoðuð fjórum sinnum sem segir okkur hve ör þróunin hefur verið í málaflokknum og margt sem löggjafinn þurfti að taka á.Kvennaáratugurinn Árin frá 1976-1985 voru kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna. Mikið líf var í kvennahreyfingum og mörg ný mál komust á dagskrá, ekki síst ofbeldi gegn konum. Í kjölfar kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn 1980 var nefnd sett á laggir til að endurskoða jafnréttislögin. Hún skilaði býsna róttækum tillögum en áður en þær fengust ræddar féll ríkisstjórnin snemma árs 1983. Næsta stjórn hélt verkinu áfram en ansi margar tillagna fyrri nefndar voru strikaðar út, t.d. um jafnréttisnefndir sveitarfélaga, að bæði karl og kona yrðu tilnefnd til setu í nefndum o.fl.. Ný lög voru samþykkt 1985. Hert var á tilgangi laganna, nú átti að koma á jafnrétti kynjanna. Helstu nýmæli voru að sérstakar tímabundnar aðgerðir voru heimilaðar, ákvæði sett um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar og að ráðherra bæri að leggja fram skýrslu á tveggja ára fresti um stöðu og þróun jafnréttismála. Einnig var kveðið á um þá skyldu atvinnurekenda að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkuðust ekki í sértök kvenna- og karlastörf. Í skólum skyldi unnið að því að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla. Næsta endurskoðun fór fram eftir fimm ár og voru ný lög samþykkt 1991. Nú varð það líka skylda stéttarfélaga að vinna að kynjajafnrétti á vinnumarkaði, kærunefnd jafnréttismála var komið á fót, ákvæði kom inn um að hlutur kynjanna í nefndum skyldi vera sem jafnastur og sveitarfélög með 500 íbúa eða fleiri skyldu hafa jafnréttisnefnd. Jafnréttisráð skyldi halda jafnréttisþing að minnsta kosti á þriggja ára fresti. Með þessum lögum urðu atvinnurekendur að sýna fram á að annað en kynferði hefði ráðið við stöðuveitingu væri hún kærð. Hert var á ákvæðum um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú skyldi lögð fyrir Alþingi og endurskoðuð á tveggja ára fresti.Jafn réttur í hvívetna Árið 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Af því tilefni var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður og var þá samþykkt mikilvægt ákvæði um að konur og karlar skyldu njóta jafns réttar í hvívetna. Íslendingar fengu mikið hrós fyrir þessa samþykkt. Ári síðar boðuðu SÞ til kvennaráðstefnu í Kína. Þar var samþykkt yfirlýsing og framkvæmdaáætlun í tólf köflum kennd við Peking. Í kjölfarið þurfti að endurskoða jafnréttislögin og voru ný lög samþykkt árið 2000. Aðild Íslands að EES samningnum hafði líka áhrif á nýju lögin. Þessum lögum fylgdu verulegar breytingar. Lagt var til grundvallar að gæta skyldi jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins og unnið að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu (e. gender mainstreaming). Jafnréttisstofa var stofnuð og þar með skilið á milli hennar og Jafnréttisráðs sem áður hafði rekið skrifstofu jafnréttismála. Ráðuneyti skyldu hafa jafnréttisfulltrúa, fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri var skylt að gera jafnréttisáætlanir, ákvæði var sett um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynferðisleg áreitni var skilgreind og bönnuð, rannsóknir á stöðu kynjanna skyldu efldar og tölulegar upplýsingar greindar eftir kyni. Þá var sérstaklega nefnt að auka skyldi þátttöku karla í jafnréttisstarfi. Enn á ný var ákveðið að endurskoða lögin sem lauk með samþykkt nýrra laga 2008. Í fyrsta sinn voru ýmis hugtök skilgreind. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu var eflt og meðal nýrra verkefna hennar var að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig skyldi stofan vinna að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla. Jafnréttisstofa skyldi kalla inn jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana og fékk heimild til að beita dagsektum ef dráttur yrði á upplýsingagjöf. Jafnréttisþing voru tekin upp að nýju en þau féllu út úr lögunum árið 2000. Í fyrsta sinn var komið á kynjakvóta í öllum opinberum stjórnum, nefndum og ráðum. Álit kærunefndar jafnréttismála skyldu verða bindandi. Nánar var kveðið á um samþættingu kynjasjónarmiða inn í alla stefnumörkun og ákvarðanatöku. Þá var samþykkt að menntamálaráðuneytið skyldi ráða sérstakan jafnréttisráðgjafa og að jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna skyldu hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Inn í ákvæðið um vanvirðandi auglýsingar var bætt að þeir sem hönnuðu og birtu slíkar auglýsingar væru ábyrgir.Mikið verk að vinna Lögin frá 2008 eru enn í fullu gildi en það er eitt og annað sem kominn er tími á að skoða að nýju. Það er löngu tímabært að tryggja réttarvernd minnihlutahópa og samþykkja bann við mismunun á grundvelli annarra þátta en kyns, svo sem aldurs, fötlunar, kynhneigðar, trúar, uppruna o.fl. Ísland er eina ríkið í það minnsta innan EES svæðisins sem ekki hefur samþykkt slíkt bann. Þá þarf að koma hugtakinu margföld mismunun í lög hér á landi. Lög eru eitt, framkvæmd og hugarfar annað. Við eigum enn mikið verk að vinna við að breyta hugarfari, kveða niður kynbundið ofbeldi og breyta heftandi staðalímyndum. Endurreisa þarf fæðingarorlofskerfið og innleiða Istanbúlsamninginn gegn ofbeldi. Við verðum að tryggja að bæði konur og karlar komi að stjórn landsins og allri stefnumótun. Bæði kyn eiga að koma að rekstri fyrirtækja og stofnana og taka þátt í að semja um kaup og kjör. Síðast en ekki síst er mikilvægt að standa vörð um unnin réttindi, huga að þeim hópum sem eiga sér formælendur fáa, t.d. fátækar konur og erlendar konur og vinna að jöfnuði og jafnrétti fyrir alla.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun