Ragnheiður Elín varla samkvæm sjálfri sér Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2016 11:56 Össur telur einsýnt að Ragnheiður Elín hljóti að velta fyrir sér afsögn. Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04