Framtíðarstjórnin Helgi Hjörvar skrifar 19. maí 2016 07:00 Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna. Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.Til lengri tíma Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.Brýnustu málin Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum. Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma. Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.Jöfnuður og réttlæti Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna. Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.Til lengri tíma Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.Brýnustu málin Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum. Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma. Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.Jöfnuður og réttlæti Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun