Davíð segir leigupenna hagræða sannleikanum um hrunið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 16:49 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00
Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04