Formannsefni Samfylkingarinnar takast á í beinni á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 13:35 Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar eru á meðal þeirra sem bjóða fram krafta sína til formanns. Vísir Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira