Allt útlit fyrir forsetaslag Clinton og Trump Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 13:15 Bandaríkjamenn þurfa að öllum líkindum að velja á milli Donald Trump og Hillary Clinton í forsetakosningunum í haust. Vísir Niðurstöður forvalskosninga stærstu flokka Bandaríkjanna í New York í gær tryggja nánast Donald Trump og Hillary Clinton útnefningu flokka sinna til framboðs forseta. Hvorug þeirra mun þó geta fagnað sigri fyrr en eftir að forvalinu í Kaliforníu lýkur í byrjun júní.Nordicphotos/AFPFlestir ofur-kjörmenn á bandi ClintonLjóst er orðið að Bernie Sanders verður að synda upp á móti straumi það sem eftir er forvalskosninga demókrata. Til þess að fá útnefningu flokksins þarf 2382 atkvæði kjörmanna. Sanders er með 1180 kjörmenn á sínu bandi en Hillary Clinton hefur nú 1893. Í pottinum eru enn 1692 kjörmenn sem enn eiga eftir að gefa út hvern þeir styðja og því er orðið ljóst að Sanders verður að bera sigur í nánast öllum þeim 19 fylkjum sem enn eiga eftir að kjósa. Í flestum þeirra hafa svokallaðir ofur-kjörmenn (super-delegates) þegar opinberað hvorn frambjóðandann þeir styðja og flestir þeirra eru á bandi Clinton. Haldi Clinton áfram að sigra næstu vikurnar er því líklegt að hún nái að innsigla sigur sinn 7 júní næstkomandi þegar kosið verður í Kaliforníu því það fylki er sérstaklega stórt og veitir umboð frá 548 kjörmönnum. Haldi Bernie Sanders áfram að vinna sigra gæti sú staða reyndar komið upp að hvorugur frambjóðandi Demókrata nái þeim 2383 kjörmönnum sem þarf til. Komi sú staða upp ráðast úrslitin í kosningu sem fram á aðalþingi Demókrata í lok júní. Þá verða kjörmenn líklegast einhverjir að breyta afstöðu sinni til þess að hægt sé að skera út um sigurvegara.Vísir/AFPCruz þyrfti kraftaverkHvað Repúblikanaflokkinn varðar er nú allt útlit fyrir að Donald Trump tryggi sér umboð flokksins fyrir forsetaframboð. Sigur hans í gær tryggði honum atkvæði 89 kjörmanna en samanlagt hefur hann þá stuðning 845 kjörmanna. Til þess að tryggja sér umboð Repúblikana þarf 1237 kjörmenn á sitt band en helsti andstæðingur hans Ted Cruz hefur aðeins 559 atkvæði á bakvið sig. Eins og hjá Demókrötum geta úrslitin ekki ráðist fyrr en í forvalinu sem á sér stað í Kaliforníu 7. júní en þar eru 172 kjörmenn í pottinum. Eins og staðan er í dag er það aðeins Trump sem getur fagnað sigri þar. Enn eiga 734 kjörmenn eftir að gera grein fyrir atkvæðum sínum sem þýðir að eini möguleiki Cruz til þess að sigra er að vinna umboð allra kjörmanna sem eftir eru í pottinum. Það er því allt útlit fyrir eftir úrslit gærdagsins að Trump verði forsetaefni Repúlíkanaflokksins í komandi kosningum. Eins og hjá Demókrötum gæti sú staða auðvitað komið upp að hvorugur frambjóðandinn nái öllum kjörmönnum og ráðast þá úrslitin á aðal flokksþinginu í lok júní en það verður að teljast ólíklegt.Hægt er að fylgjast vel með baráttunni á kjörmanna-talninga síðu Bloomberg. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Niðurstöður forvalskosninga stærstu flokka Bandaríkjanna í New York í gær tryggja nánast Donald Trump og Hillary Clinton útnefningu flokka sinna til framboðs forseta. Hvorug þeirra mun þó geta fagnað sigri fyrr en eftir að forvalinu í Kaliforníu lýkur í byrjun júní.Nordicphotos/AFPFlestir ofur-kjörmenn á bandi ClintonLjóst er orðið að Bernie Sanders verður að synda upp á móti straumi það sem eftir er forvalskosninga demókrata. Til þess að fá útnefningu flokksins þarf 2382 atkvæði kjörmanna. Sanders er með 1180 kjörmenn á sínu bandi en Hillary Clinton hefur nú 1893. Í pottinum eru enn 1692 kjörmenn sem enn eiga eftir að gefa út hvern þeir styðja og því er orðið ljóst að Sanders verður að bera sigur í nánast öllum þeim 19 fylkjum sem enn eiga eftir að kjósa. Í flestum þeirra hafa svokallaðir ofur-kjörmenn (super-delegates) þegar opinberað hvorn frambjóðandann þeir styðja og flestir þeirra eru á bandi Clinton. Haldi Clinton áfram að sigra næstu vikurnar er því líklegt að hún nái að innsigla sigur sinn 7 júní næstkomandi þegar kosið verður í Kaliforníu því það fylki er sérstaklega stórt og veitir umboð frá 548 kjörmönnum. Haldi Bernie Sanders áfram að vinna sigra gæti sú staða reyndar komið upp að hvorugur frambjóðandi Demókrata nái þeim 2383 kjörmönnum sem þarf til. Komi sú staða upp ráðast úrslitin í kosningu sem fram á aðalþingi Demókrata í lok júní. Þá verða kjörmenn líklegast einhverjir að breyta afstöðu sinni til þess að hægt sé að skera út um sigurvegara.Vísir/AFPCruz þyrfti kraftaverkHvað Repúblikanaflokkinn varðar er nú allt útlit fyrir að Donald Trump tryggi sér umboð flokksins fyrir forsetaframboð. Sigur hans í gær tryggði honum atkvæði 89 kjörmanna en samanlagt hefur hann þá stuðning 845 kjörmanna. Til þess að tryggja sér umboð Repúblikana þarf 1237 kjörmenn á sitt band en helsti andstæðingur hans Ted Cruz hefur aðeins 559 atkvæði á bakvið sig. Eins og hjá Demókrötum geta úrslitin ekki ráðist fyrr en í forvalinu sem á sér stað í Kaliforníu 7. júní en þar eru 172 kjörmenn í pottinum. Eins og staðan er í dag er það aðeins Trump sem getur fagnað sigri þar. Enn eiga 734 kjörmenn eftir að gera grein fyrir atkvæðum sínum sem þýðir að eini möguleiki Cruz til þess að sigra er að vinna umboð allra kjörmanna sem eftir eru í pottinum. Það er því allt útlit fyrir eftir úrslit gærdagsins að Trump verði forsetaefni Repúlíkanaflokksins í komandi kosningum. Eins og hjá Demókrötum gæti sú staða auðvitað komið upp að hvorugur frambjóðandinn nái öllum kjörmönnum og ráðast þá úrslitin á aðal flokksþinginu í lok júní en það verður að teljast ólíklegt.Hægt er að fylgjast vel með baráttunni á kjörmanna-talninga síðu Bloomberg.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent