Kosningakrafa stjórnarandstöðunnar Árni Stefán Árnason skrifar 13. apríl 2016 13:25 Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar