Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa Helgi Þorláksson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar