Gífurleg breyting frá fyrstu kappræðunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 13:26 Clinton og Sanders fyrir kappræðurnar í gær. vísir/getty Forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum í Brooklyn í gærkvöldi. Kappræðunum var sjónvarpað á CNN en talsverða breytingu má merkja á kappræðunum nú og þegar kapphlaup demókrata hófst fyrir um hálfu ári síðan. Kappræðurnar eru þær níundu í röðinni og fóru fram fimm dögum fyrir forval flokksins í New York ríki. Ríkið er afar mikilvægt enda næstflestir kjörmenn í boði á eftir Kaliforníu. Niðurstaðan í ríkinu, hver sem hún verður, gæti haft talsverð áhrif á framboð Sanders en hann þarf að vinna upp forskot keppinautar síns. Meðal þess sem bar á var að herða löggjöf varðandi byssueign almennings auk málefna Ísrael og Wall Street. Að auki nýttu frambjóðendurnir hvert tækifæri til að minnast á vankanta hvors annars. Sanders telur að aðgerðir Clinton í hinum ýmsu málum í gegnum tíðina þýði að hún sé rúin trausti. Utanríkisráðherrann telur hins vegar að öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sé ekki nógu reynslumikill og skorti raunsæi.„Obama treysti mér til að vera utanríkisráðherra“ Stjórnendur kappræðnanna þurftu ítrekað að skakka leikinn þegar í óefni var komið. Þetta hefur vakið athygli og tók CNN meðal annars saman stutt myndband sem sýnir muninn á andrúmsloftinu nú og í október í fyrra. Sanders mætti sterkur til leiks og sakaði mótherja sinn um að „skorta skynsemi sem nauðsynlegt væri að hafa til að vera forseti.“ Clinton svaraði af krafti og benti á að forseti Bandaríkjanna hefði treyst skynsemi hennar nóg til að gera hana að ráðherra í ríkisstjórn sinni. Hún sneri vörn í sókn og innan skamms þurfi Sanders að svara fyrir það að hafa ekki enn gert skattaupplýsingar sínar opinberar. Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa tekið við greiðslum frá bönkum og stórfyrirtækjum fyrir að halda ræður á fundum og málþingum þeirra. „Þetta er ekki vandamál. Þegar ég var þingmaður New York í öldungadeildinni þá tókst ég á við bankana og lét ekki undan þrýstingi þeirra.“ Í baráttu sinni hefur Clinton sakað Sanders um linkind gagnvart skotvopnaframleiðendum. Meðal annars kaus Sanders gegn Brady-frumvarpinu, sem gerir það að skyldu að skoða bakgrunn byssukaupenda, í fimmgang. Frumvarpið varð að lögum árið 1993. Sanders ekki andvígur Ísrael Þá hefur Sanders verið sakaður um að vera andvígur Ísraelsríki. Meðal annars hefur verið vísað til ummæla hans um að viðbrögð Ísrael gagnvart Palestínu séu úr hófi fram. „Það að ég vilji að komið sé fram við íbúa Palestínu af virðingu gerir mig ekki að andstæðingi Ísrael,“ sagði Sanders meðal annars í gær. „Hvernig áttu að fara að því að stýra ríki þegar þú ert í stöðguri hættu af árásum? Hryðjuverkamenn og eldflaugaárásir eru daglegt brauð þarna. Ísrael hefur rétt á að verja sig,“ sagði Clinton. Hún svaraði hins vegar ekki þegar Sanders spurði hana hvort henni þættu viðbrögð Ísrael vera í samræmi við árásir vígamanna Palestínu. Það hitnaði síðan aldeilis í kolunum þegar umræður um hækkun lágmarkslauna hófust. Clinton var spurð að því hvort hún myndi skrifa undir lög sem myndu hækka lágmarkslaun upp í fimmtán dollara, rúmar 1.800 íslenskar krónur, á klukkustund. „Auðvitað myndi ég gera það,“ var Clinton sem Sanders andmælti harðlega. Á endanum hálf æptu þau á hvort annað þar til stjórnandi þáttarins benti á að ef þau myndu öskra á hvort annað myndi það enda þannig að áhorfendur myndu heyra í hvorugu þeirra. Forvalið í New York kemur í kjölfar fjölda sigra hjá Sanders. Þar má nefna Wyoming, Wisconsin, Idaho og Utan. Nái hann að sigra New York væri það gífurlegt högg fyrir framboð Clinton. Fæstir bjuggust við því að það myndi taka svo langan tíma fyrir hana að fá útnefningu flokksins. Kannanir benda hins vegar flestar til þess að Clinton sé með öruggt forskot í ríkinu. Rétt rúmlega helmingur hyggst kjósa hana á meðan Sanders nýtur um 39 prósenta fylgis. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Baráttan er enn hörð milli Trumps og Cruz, og Clinton og Sanders, fyrir útnefningu til forsetakosninga. Forvali er lokið í meirihluta fylkja, enn eru eftir New York fylki og Kalifornía sem vega þungt. 7. apríl 2016 07:00 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið. 26. mars 2016 10:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum í Brooklyn í gærkvöldi. Kappræðunum var sjónvarpað á CNN en talsverða breytingu má merkja á kappræðunum nú og þegar kapphlaup demókrata hófst fyrir um hálfu ári síðan. Kappræðurnar eru þær níundu í röðinni og fóru fram fimm dögum fyrir forval flokksins í New York ríki. Ríkið er afar mikilvægt enda næstflestir kjörmenn í boði á eftir Kaliforníu. Niðurstaðan í ríkinu, hver sem hún verður, gæti haft talsverð áhrif á framboð Sanders en hann þarf að vinna upp forskot keppinautar síns. Meðal þess sem bar á var að herða löggjöf varðandi byssueign almennings auk málefna Ísrael og Wall Street. Að auki nýttu frambjóðendurnir hvert tækifæri til að minnast á vankanta hvors annars. Sanders telur að aðgerðir Clinton í hinum ýmsu málum í gegnum tíðina þýði að hún sé rúin trausti. Utanríkisráðherrann telur hins vegar að öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sé ekki nógu reynslumikill og skorti raunsæi.„Obama treysti mér til að vera utanríkisráðherra“ Stjórnendur kappræðnanna þurftu ítrekað að skakka leikinn þegar í óefni var komið. Þetta hefur vakið athygli og tók CNN meðal annars saman stutt myndband sem sýnir muninn á andrúmsloftinu nú og í október í fyrra. Sanders mætti sterkur til leiks og sakaði mótherja sinn um að „skorta skynsemi sem nauðsynlegt væri að hafa til að vera forseti.“ Clinton svaraði af krafti og benti á að forseti Bandaríkjanna hefði treyst skynsemi hennar nóg til að gera hana að ráðherra í ríkisstjórn sinni. Hún sneri vörn í sókn og innan skamms þurfi Sanders að svara fyrir það að hafa ekki enn gert skattaupplýsingar sínar opinberar. Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa tekið við greiðslum frá bönkum og stórfyrirtækjum fyrir að halda ræður á fundum og málþingum þeirra. „Þetta er ekki vandamál. Þegar ég var þingmaður New York í öldungadeildinni þá tókst ég á við bankana og lét ekki undan þrýstingi þeirra.“ Í baráttu sinni hefur Clinton sakað Sanders um linkind gagnvart skotvopnaframleiðendum. Meðal annars kaus Sanders gegn Brady-frumvarpinu, sem gerir það að skyldu að skoða bakgrunn byssukaupenda, í fimmgang. Frumvarpið varð að lögum árið 1993. Sanders ekki andvígur Ísrael Þá hefur Sanders verið sakaður um að vera andvígur Ísraelsríki. Meðal annars hefur verið vísað til ummæla hans um að viðbrögð Ísrael gagnvart Palestínu séu úr hófi fram. „Það að ég vilji að komið sé fram við íbúa Palestínu af virðingu gerir mig ekki að andstæðingi Ísrael,“ sagði Sanders meðal annars í gær. „Hvernig áttu að fara að því að stýra ríki þegar þú ert í stöðguri hættu af árásum? Hryðjuverkamenn og eldflaugaárásir eru daglegt brauð þarna. Ísrael hefur rétt á að verja sig,“ sagði Clinton. Hún svaraði hins vegar ekki þegar Sanders spurði hana hvort henni þættu viðbrögð Ísrael vera í samræmi við árásir vígamanna Palestínu. Það hitnaði síðan aldeilis í kolunum þegar umræður um hækkun lágmarkslauna hófust. Clinton var spurð að því hvort hún myndi skrifa undir lög sem myndu hækka lágmarkslaun upp í fimmtán dollara, rúmar 1.800 íslenskar krónur, á klukkustund. „Auðvitað myndi ég gera það,“ var Clinton sem Sanders andmælti harðlega. Á endanum hálf æptu þau á hvort annað þar til stjórnandi þáttarins benti á að ef þau myndu öskra á hvort annað myndi það enda þannig að áhorfendur myndu heyra í hvorugu þeirra. Forvalið í New York kemur í kjölfar fjölda sigra hjá Sanders. Þar má nefna Wyoming, Wisconsin, Idaho og Utan. Nái hann að sigra New York væri það gífurlegt högg fyrir framboð Clinton. Fæstir bjuggust við því að það myndi taka svo langan tíma fyrir hana að fá útnefningu flokksins. Kannanir benda hins vegar flestar til þess að Clinton sé með öruggt forskot í ríkinu. Rétt rúmlega helmingur hyggst kjósa hana á meðan Sanders nýtur um 39 prósenta fylgis.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Baráttan er enn hörð milli Trumps og Cruz, og Clinton og Sanders, fyrir útnefningu til forsetakosninga. Forvali er lokið í meirihluta fylkja, enn eru eftir New York fylki og Kalifornía sem vega þungt. 7. apríl 2016 07:00 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið. 26. mars 2016 10:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Baráttan er enn hörð milli Trumps og Cruz, og Clinton og Sanders, fyrir útnefningu til forsetakosninga. Forvali er lokið í meirihluta fylkja, enn eru eftir New York fylki og Kalifornía sem vega þungt. 7. apríl 2016 07:00
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið. 26. mars 2016 10:30