Lögregla rannsakar árekstur dróna við flugvél Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:47 Tilvikið er fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi. Vísir/EPA Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi. Airwaves Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi.
Airwaves Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira