Lögregla rannsakar árekstur dróna við flugvél Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:47 Tilvikið er fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi. Vísir/EPA Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi. Airwaves Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi.
Airwaves Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira