Viðskipti erlent

Intel segir upp tólf þúsund starfsmönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá höfuðstöðvum Intel í Kaliforníu.
Frá höfuðstöðvum Intel í Kaliforníu. Vísir/AFP
Tæknifyrirtækið Intel mun segja upp tólf þúsund starfsmönnum um heiminn allan yfir næsta árið. Til stendur að endurbyggja reksturinn svo fyrirtækið þurfi að treysta minna á sölu einkatölva. Að mestu framleiðir Intel búnað sem notaður er í tölvur, en undanfarin ár hafa þeir reynt að snúa sér frekar að snjalltækjum og heilsutengdum búnaði.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er um að ræða um ellefu prósent starfsmanna Intel. Ætlanir fyrirtækisins voru tilkynntar nú í kvöld og féllu hlutabréf þess í verði um 2,5 prósent skömmu eftir tilkynninguna.

Fyrirtækið kynnti einnig ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjur höfðu aukist um sjö prósent og voru 13,7 milljarðar dala.

Þá tilkynnti fyrirtækið Yahoo 99 milljarða dala tap á fyrsta fjórðungi ársins. Yahoo var á árum áður eitt af stærri tæknifyrirtækjum heims og ráku meðal annars vinsæla leitarvél. Fyrirtækið hefur þó átt í miklum vandræðum undanfarin ár og gefið eftir í samkeppni við fyrirtæki eins og GoogleFacebook og Amazon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×