Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 20:49 Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis, rétt áður en hann gekk á fund forseta Íslands. Vísir/anton Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04