Geirfuglasafn Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar