Geirfuglasafn Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun