Geirfuglasafn Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun