Hvernig forseta vil ég ekki Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun