Hvernig forseta vil ég ekki Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun