Lifandi stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 1. mars 2016 10:00 Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun