Samstaða verður ekki úrelt Drífa Snædal skrifar 9. mars 2016 07:00 Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun