Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 19:20 Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37